Laser-Geislatækni-Hús-Skurður-Sheet Metal-1000x320

Stofnað 1998

Fyrirtækið Geislatækni ehf var stofnað í ársbyrjun 1998 af feðgunum Grétari Jónssyni og Jóni Leóssyni . Tilgangurinn með stofnuninni var að kaupa og annast rekstur á laserskurðarvél sem hentaði íslenskum markaði.Keypt var vél af gerðini Trumpf 2.6 kw frá Bandaríkjunum og voru starfsmenn Geislatæknis fyrsta árið þrír að meðtölnum Jóni og Grétari.

Ný tæki og þjónusta

Fram að stofnun Geislatækni hafði þjónusta á sviði laserskurðar ekki verið fáanleg hérlendis og þurfti að leita út fyrir landsteinana eftir henni. Árið 2006 var tekin ákvörðun um kaup á nýjum vélum þ.m.t keyptur nýr laser og beygjuvél frá Trumpf í Þýskalandi, vélarnar voru teknar í  notkun í desember 2006. Geislatækni er eina sérhæfða fyrirtækið hér á landi sem býður upp á þjónustu byggða á laserskurði og beygingu á málmum . Þessi þjónusta opnar nýja og áður óþekkta möguleika í plötuvinnslu sem nýst getur í iðnaði og þjónustu, hvort heldur á sviði fjöldaframleiðslu eða sérsmíði.

Sérsmíði og heildarlausnir í plötuvinnslu

Stefna fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum sínum heildarlausnir í allri plötuvinnslu ásamt sérsmíði og sérhæfðum lausnum sniðnum að þörfum hvers og eins. Árið 2011 var ákveðið að stofna nýja deild innan fyrirtækisins  sem mundi annast  smíði og framleiðslu á búnaði úr ryðfríustáli og ýmisskonar sérsmíði úr ryðfríu. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru: Baader Ísland-Baader North Amerika-Marel-Orkuvirki-Valka-Vaki ofl, hátækni iðnfyrirtæki.

Velkomin

Við bjóðum ykkur velkomin að hafa samband eða sækja okkur heim til að kynna ykkur betur þjónustu okkar.